Eg vil lofa eina þá
æðst af kvinnum nefnast má,
meyjan heitir Maríá,
miskunn guðs hana gæddi
og gjörvöll meinin græddi
María mær so mild og skær
mann og guð hún fæddi
Heiðurs verð er heims um rann
heilög mey, sem blessan fann;
treysti’ eg guði’ og trúi’ á h
þó tigni’ eg þig sem bæri,
vel það verðugt væri
María góð so mild og rjóð,
meyju hverri skærri
María drottning dygðug mest,
dáðum prýdd það auglýsist,
í hennar sæði blessast bezt
bæði konur og karlar
um álfur heims gjörvallar
María frú so mild og trú,
mest yfir kvinnur allar.
Blessun hlauztu María mín,
mest yfir hverja auðarlín,
sólu fegri skært þú skín,
skýrlega má því hrósa; þú ert ein eðla rósa
María væn þín veitist bæn
virgo gloriosa
Bára Grímsdóttir еще тексты
Оценка текста
Статистика страницы на pesni.guru ▼
Просмотров сегодня: 1