Helheimur Á fellur austan um eiturdala söxum og sverðum, Slíður heitir sú.
Stóð fyr norðan á Niðavöllum salur úr gulli Sindra ættar; en annar stóð á Ókólni bjórsalur jötuns, en sá Brimir heitir.
Sal sá hún standa sólu fjarri Náströndu á, norður horfa dyr. Féllu eiturdropar inn um ljóra, sá er undinn salur orma hryggjum.
Sá hún þar vaða þunga strauma menn meinsvara og morðvarga og þann er annars glepur eyrarúnu. Þar saug Niðhöggur nái framgengna, sleit vargur vera. Vituð ér enn eða hvað?