Vetraríþróttir: Af hverju „Ísland“? (Зимний спорт: А почему "Исландия"?)
Barbara: Hæ! Ég heiti Barbara og er frá Austurríki. Ég er að læra íslensku á Netinu. Það er gaman að geta spjallað við þig - alvöru Íslending! En hvers vegna heitir landið Ísland, er alltaf snjór hjá ykkur? Eru Íslendingar þá ekki betri í íshokkí en allir aðrir? Annars hef ég ekki áhuga á vetraríþróttum, ég hlusta sko aðallega á tónlist í frítímanum og svo hef ég áhuga á íslenska hestinum! Næsta vetur ætla ég að fara í skólann að Hólum og læra allt um hestamennsku.
Ívar: Sæl, Barbara! Gaman að heyra í þér. Ég heiti Ívar. Það er ekkert að marka nafnið á landinu. Maðurinn sem fann landið, Hrafna - Flóki, vildi sko bara vera hér einn Þess vegna heitir landið þessu nafni. Við erum sko ekki mikið í íshokki hér - það er meira að segja erfitt að komast á skíði af því að það er svo sjaldan nógur snjór. Sjálfur spila ég aðallega golf þegar ég á frí.
Barbara: Má ekki bara breyta nafninu? Það er svo kuldalegt, skilurðu? Kannski koma þá fleiri ferðamenn! Þegar ég sagði enskum vinum mínum að ég ætlaði að fara til Íslands spurðu þeir: „Do people live in an igloo there?“ - - snjóhúsi, skilurðu!
Ívar: Þessir vinir þínir eru nú ekki alveg í lagi! Nafnið L’Islande á frönsku hefur ekkert með ís að gera (ís á frönsku er glace) og heldur ekki á þýsku, eins og þú veist (ís á þýsku er Eis). Annars er þetta skemmtileg pæling hjá þér, en ég er ekki viss um að þetta nafn skipti öllu máli. - alvöru Íslending! En hvers vegna heitir landið Ísland, er alltaf snjór hjá ykkur? Eru Íslendingar þá ekki betri í íshokkí en allir aðrir? Grænland er t.d. nálægt okkur en ég held að ferðamenn streymi nú ekki þangað ...!
Barbara: Ókei. Skák og mát! Segir maður það ekki þegar maður gefst upp?