Á Sprengisandi
Grímur Thomsen
Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn,
rennur sól á bak við Arnarfell,
hér á reiki er margur óhreinn andinn,
úr því fer að skyggja á jökulsvell;
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur verður síðasti áfanginn.
Þey þey! þey þey! þaut í holti tóa,
þurran vill hún blóði væta góm,
eða líka einhver var að hóa
undarlega digrum karlaróm;
útilegumenn í Ódáðahraun
eru kannske að smala fé á laun.
Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn,
rökkrið er að síða á Herðubreið,
álfadrottning er að beizla gandinn,
ekki er gott að verða á hennar leið;
vænsta klárinn vildi eg gefa til
að vera kominn ofan í Kiðagil.
Icelandic Folk Music еще тексты
Оценка текста
Статистика страницы на pesni.guru ▼
Просмотров сегодня: 1