Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár. Líf og tími líður og liðið er nú ár. Bregðum blysum á loft bleik þau lýsa um grund. Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund. Kyndla vora hefjum hátt, horfið kveðjum ár. Dátt hér dansinn stígum dunar ísinn grár. Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund. Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund. Nú er veður næsta frítt, nóttin er svo blíð. Blaktir blys í vindi, blaktir líf í tíð. Bregðum blysum á loft bleik lýsa um grund. Glottir tungl og hrín við hrönn og hratt flýr stund.
Nú er glatt í hverjum hól, hátt nú allir kveði, hinstu nótt um heilög jól, höldum álfagleði.
Fagurt er rökkrið við rammann vætta söng, :,: syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng. :,:
Kátir ljúflings kveðum lag, kveðum Draumbót snjalla, kveðum glaðir Gýgjarslag, glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið ....
Síðast reynum Rammaslag, - rökkva látum betur, það hið feiknum fyllta lag, fjörgað dansinn getur. Fagurt er rökkrið ....
Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð; kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð; yfir laxalóni liggur klakaþil hlær við hríðarbil hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há Unnarsteinum á, yggld og grett á brá, yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn.
Þögull Þorri heyrir þetta harmakvein, en gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær: "Bóndi minn þitt bú betur stunda þú, hugarhrelling sú, er hart þér þjakar nú, þá mun hverfa, en fleir höpp þér falla í skaut, senn er sigruð þraut, ég svíf á braut.