Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þungt var yfir Ísafold
Eymd sem allt um lá og læddist
loftið sverti, vötn og mold
Myrkur að vori á Melrakkasléttu
Meybarn var borið í óþökk og nauð
Fátæk og horuð hún fæddist, með réttu
Fyrst voru sporin öll hamingjusnauð
Þakkir fær sá er Þórunni sendi
þakkir af einingu
Ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þeyr blés yfir dal og tún
Varla neina vá hún hræddist
varin undir galdrarún
Þakkir fær sá er Þórunni sendi
þakkir af einingu góðar
Ég veit ekki hvar hún bernskunni brenndi
barnið með meiningu þjóðar
Fyrst varð hún móðurlaus, föðurlaus siðan
Fjöllin og gróðurinn tóku að sér
ljóshærða flóðið með lokkinn svo friðan
læst hennar blóðbönd í örlagakver
Ég veit ekki hvar hún æskunni eyddi
eða hvar hófst hennar ferð
Né hvað það var sem götuna greiddi
gaf henni bogann og sverð
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þa blés von um Íslandsströnd
Neistinn fyrir norðan glæddist
nytsamleg sú hjálparhönd
Þórunn Auðna, þá hún fæddist
þustu vár um lönd
Vigaklæðum vösk hún klæddist
vættir treystu bönd
Bjargvættur okkar enn barnung að aldri
borin á Melrakkasléttu
Vorið sem Þórunn er valin, of Baldri
verndari Íslands með réttu
Skalmold еще тексты
Оценка текста
Статистика страницы на pesni.guru ▼
Просмотров сегодня: 1