Hani, krummi, hundur, svín
Hestur, mús, tittlingur,
Galar, krunkar, geltir, hrín,
Hneggjar, tístir, syngur
Verður ertu víst að fá
Vísu gamli Jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
Frækilegri garpur.
Þá var taða, þá var skjól,
Þá var fjör og yndi,
Þá var æska, þá var sól,
Þá var glatt í lyndi.
Gefðu ungum gæðingum
Græna tuggu á morgnunum.
Launa þeir með léttfærum,
Lipru sterku fótunum.
Verður ertu víst að fá
Vísu gamli Jarpur.
Aldrei hefur fallið frá
Frækilegri garpur.
Hani, krummi, hundur, svín
Hestur, mús, tittlingur,
Galar, krunkar, geltir, hrín,
Hneggjar, tístir, syngur
Voces Thules еще тексты
Оценка текста
Статистика страницы на pesni.guru ▼
Просмотров сегодня: 1